Á myndinni má sjá hvernig íbúar yfir hundrað ára skiptast eftir búsetu og kyni.

Einn íbúi á Vesturlandi eldri en hundrað ára

Í dag eru 41 íbúi á Íslandi yfir eitt hundrað ára gamall. Af þeim eiga tveir þeirra maka á lífi. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá. Elsti núlifandi íbúi landsins er kona sem fædd er árið 1920 og er því 105 ára. Hún er búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þar búa líka flestir þeirra sem nú eru eldri en hundrað ára eða 30; 25 konur og 5 karlar.