
Stjórnsýsluhúsið í Búðardal.
Dalabyggð veitir styrki til menningarmála
Menningarmálanefnd Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum á dögunum að veita sjö styrki úr Menningarmálaverkefnasjóði vegna ársins 2026. Samkvæmt reglum sjóðsins skal úthlutað úr sjóðnum fyrir 1. febrúar ár hvert. Alls bárust að þessu sinni átta umsóknir en til úthlutunar voru 1.500.000 krónur.