
Um launakjör bæjarfulltrúa
Í síðustu viku birtust á miðlum Skessuhorns svör við fyrirpurn um launakjör kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum sex af sjö stærstu sveitarfélanna á Vesturlandi. Einungis vantaði upplýsingar frá Akraneskaupstað sem nú hafa borist. Framundan eru kosningar til sveitarstjórna. Undirbúningur flokka og framboða er nú hafinn og sitjandi sveitarstjórnarfólk að velta því fyrir sér hvort það gefi kost á sér til áframhaldandi trúnaðarstarfa eða rifi seglin. Þá herma heimildir að ný framboð gætu boðið fram í einhverjum sveitarfélaganna. Ekki síst er leitað eftir þessum upplýsingum til að varpa ljósi á þær rauntekjur sem bíða þeirra sem sækjast eftir kjöri til trúnaðarstarfa og fá kjör í sveitar- eða bæjarstjórn.