Ótilgreindum í hús fjölgar jafnt og þétt

Þeim íbúum sem eiga lögheimili í sveitarfélögum án þess að vera tilgreindir í ákveðið hús hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar þingmanns Sjálfstæðsflokksins um skráningu lögheimilis. Í fyrirspurninni óskar þingmaðurinn eftir upplýsingum um hversu margir íbúar séu skráðir til lögheimilis í sveitarfélögum án tilgreinds heimilisfangs síðastliðin tíu ár.