
LV mótmælir frumvarpi ráðherra um lagareldi
Stjórn Landssambands veiðifélaga (LV) hélt síðastliðinn föstudag fund með formönnum og öðrum fulltrúum veiðifélaga. Í ályktun frá fundinum er lýst miklum vonbrigðum með frumvarp atvinnuvegaráðherra til laga um lagareldi sem nú liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda. „Vonir stóðu til þess að nýtt frumvarp yrði raunveruleg framför frá fyrri frumvörpum og myndi draga úr áhættu fyrir villta laxastofna og önnur vistkerfi landsins. Þær vonir hafa brostið. Frumvarpið festir að mati fundarins sjókvíaeldi í opnum kvíum á frjóum laxi í sessi til framtíðar, með alvarlegri áhættu fyrir villta stofna og veiðirétt,“ segir í ályktuninni.