
Gjaldskrá vatnsveitu tekur mið af tegund búfénaðar
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að tillögu stjórnar Vatnsveitu Hraunhrepps að hækka gjaldskrá veitunnar um 20% frá og með nýliðnum áramótum. Hraunhreppur var hreppur vestast í Mýrasýslu og var eitt þeirra sveitarfélaga er 11. júní 1994 sameinuðust í Borgarbyggð. Hin sveitarfélögin voru Borgarnesbær, Norðurárdalshreppur og Stafholtstungnahreppur. Í Hraunhreppi hinum forna er rekin vatnsveita sem enn ber nafn hreppsins.