Rif og Hellissandur. Ljósm. af.

Snæfellsbær endurskoðar menntastefnu sveitarfélagsins

Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun menntastefnu Snæfellsbæjar en fræðslunefnd sveitarfélagsins ákvað síðastliðið haust að hefja slíka vinnu. Núgildandi stefna var mótuð árið 2010 og þarfnast að mati nefndarinnar endurskoðunar. Bæjarstjórn staðfesti þá ákvörðun í nóvember og veitti nefndinni heimild til að ráðst í verkið.