
Meginflokkar losunar á Vesturlandi árið 2024. Graf: Environice ehf.
Landbúnaður og stóriðja skilja eftir sig stærstu kolefnissporin
Út er komin skýrslan Kolefnisspor Vesturlands 2024 sem unnin var af Environice ehf. fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Skýrslan er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar; "Flokkun í anda ringrásarhagkerfis". Í skýrslunni er að finna endurmat og uppfærslu á fyrri útreikningum sem Environice vann fyrir SSV á árunum 2020-2021.