
Hluti aflans kominn upp á bryggju mánudaginn 12. janúar. Ljósmyndir: tfk
Árið byrjar vel á höfninni í Grundarfirði
Það hefur verið mikið um að vera hjá starfsmönnum Grundarfjarðarhafnar það sem af er janúar. Breki VE-61 kom 12. og 18. janúar og landaði rúmlega 170 tonnum í hvort skipti. Netabátarnir Jökull ÞH-299 og Kap VE-4 hafa verið að landa í Grundarfirði undanfarnar vikur ásamt heimabátunum Guðmundi SH-235, Runólfi SH-135, Sigurborgu SH-12 og Farsæli SH-30. Einnig hafa Sóley Sigurjóns GK-200 og Jóhanna Gísladóttir GK-357 komið inn til löndunar. Árið byrjar því af krafti hjá hafnarstarfsmönnum Grundarfjarðar.