Gráborgarveita við Hreðavatn.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar segir Veitur getulausar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt harðorða bókun vegna stöðu vatnsmála í Grábrókarveitu í Borgarbyggð. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns á dögunum var haldinn fundur með notendum veitunnar þar sem fram kom að óhreinindi í vatni veitunnar eru slík að það er með öllu ónothæft til þeirra hluta sem því er ætlað alla jafnan.