
Staðfesta breytingu skipulags Litla-Botnslands
Skipulagsstofnun staðfesti í síðustu viku breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sem samþykkt var í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar 26. nóvember sl. Í breytingunni felst að marka stefnu um nýtt 13,9 hektara verslunar- og þjónustusvæði að Litla-Botnslandi 1 og minnka þannig frístundabyggð sem því nemur. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns er gert ráð fyrir uppbyggingu hótels með veitingaþjónustu ásamt gesthúsum með gistingu fyrir allt að 200 gesti, starfsmannahús ætluð til fastrar búsetu, viðburðahús og náttúruböð. Heildar byggingarmagn er allt að 5.000 fermetrar og byggingar að jafnaði á einni hæð. Einnig er gert ráð fyrir fyrir verslunar- og þjónustusvæði.