
Svipmynd úr leik Snæfells og Þórs sem spilaður var norðan heiða. Ljósm. Páll Jóhannesson
Sætir sigrar hjá Vesturlandsliðunum í 1. deild
Fjórtánda umferð 1. deildar karla í körfuknattleik hófst á föstudaginn. Lið Snæfells hélt til Akureyrar þar sem það mætti Þór í Höllinni. Leikurinn var afar jafn frá upphafi til enda og liðin skiptust á forystunni nánast allan leikinn. Eftir fyrsta leikhluta höfðu Snæfellingar yfirhöndina 16-18 en á hálfleik voru það heimamenn sem leiddu 36-33. Að loknum þriðja leikhluta var staðan 60-59. Sigurinn varð svo Snæfells í lokin 73-74.