
Mandla og Hilmar vitaverðir á Breiðinni á Akranesi. Ljósm. hóó
Mandla vitavörður gekk sem nemur einu maraþoni
Heimilisköttur einn á Akranesi hefur vakið talsverða athygli á íbúasíðu bæjarbúa á FB. Læðan Mandla, í eigu þeirra Finnboga Rafns Guðmundssonar og Birgittu Þuru Birgisdóttur á Bárugötu 20, hefur tekið sér það hlutverk að vera til aðstoðar Hilmari Sigvaldasyni vitaverði á Breið. Mætir Mandla vitavörður reglulega til hans í vitavarðarskúrinn til skrafs og ráðagerða.