Faxaflóahafnir með nafnasamkeppni um nýja farþegamiðstöð

Ný og fjölnota farþegamiðstöð rís nú við Viðeyjarsund í Reykjavík þar sem tekið verður á móti fyrstu farþegum skemmtiferðaskipa í vor. Utan annatíma skemmtiferðaskipa, frá október og út mars ár hvert, fær farþegamiðstöðin annað hlutverk sem vettvangur fyrir fjölbreytta viðburði og samkomur. Faxaflóhafnir leita nú til almennings um nafn á húsið og hægt er að skila inn tillögum í gegnum vefsíðuna nafnasamkeppni.is fram til 1. febrúar. „Við viljum að nafnið sé þjált, falli vel að íslenskri málhefð og sé ekki tungubrjótur fyrir þau sem tala önnur mál,“ segir í tilkynningu.