
Ráðhús Borgarbyggðar. Ljósm. gj
Byggðarráð hafnar almennri atkvæðagreiðslu öðru sinni
Byggðarráð Borgarbyggðar leggur til við sveitarstjórn að hafna öðru sinni erindi Sólar til framtíðar um að safna undirskriftum í því skyni á fá aðalskipulagi Borgarbyggðar 2025-2037 fellt úr gildi. Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns í nóvember óskaði Sól til framtíðar eftir því að fá að efna til undirskriftasöfnunar svo efnt verði til almennrar atkvæðagreiðslu meðal íbúa Borgarbyggðar um þá ákvörðun sveitarstjórnar að staðfesta aðalskipulag sveitarfélagsins fyrir árin 2025-3037. Vilja samtökin að skýrt komi fram í aðalskipulagi að ekki verði heimilt að reisa vindorkuver í sveitarfélaginu. Á fundi byggðarráðsins í byrjun desember var þessari ósk Sólar til framtíðar hafnað og síðar staðfesti sveitarstjórn aðalskipulagið.