Hafnarframkvæmdir voru í gangi í morgun þegar þessi mynd var tekin í Ólafsvíkurhöfn. Ljósm. af

Fjölmargar framkvæmdir við hafnir Snæfellsbæjar

Framkvæmdir eru hafnar við lengingu Norðurbakka í Ólafsvík. Um er að ræða 100 metra lengingu á stálþili með 7 – 8 metra dýpi ásamt fyrirstöðugarði og 30 metra grjótvörn við enda þilsins. Þessum hluta framkvæmdanna á að ljúka í maí 2026. Gert er ráð fyrir að bjóða út framkvæmdir við þekju, lagnir og fleira nú í vetur og að verklok verði í lok þessa árs.