Má reikna með sviptivindum fram yfir hádegi

Á Austurlandi verður áfram hríðarveður og síðar meir skafrenningskóf til morguns. Í ábendingum Vegagerðar kemur fram að áframhald verður á sviptivindum suðaustanlands. Einnig á Kjalarnesi og sunnanverðu Snæfellsnesi fram yfir hádegi. Nú slær vindur í 39 m/sek á Kjalarnesi. Í hugleiðingu Vegagerðarinnar segir að helsta breytingin er sú að veður fer versnandi norðanlands upp úr miðjum degi og þar verður hríðarveður fram á nótt. 

Nú er hálka og éljagangur á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Fróðárheiði og víðar en hálkublettir eru á stöku stað.