
Kílómetrastaða enn óskráð hjá 15 prósent ökutækja
Skráning kílómetrastöðu ökutækja vegna kílómetragjalds hefur gengið mjög vel, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Í dag, mánudaginn 12. janúar, er aðeins eftir að skrá 15% af þeim rúmlega 300 þúsund ökutækjum sem ný lög um kílómetragjald ná yfir.