Á myndinni má sjá hluta af korti Ómars Smára Kristinssonar. Ljósm: snb.is

Snæfellsbær gefur út teiknað kort af Ólafsvík

Snæfellsbær mun á næstu vikum gefa út nýtt kort af Ólafsvík. Kortið er teiknað af listamanninum Ómari Smára Kristinssyni á Ísafirði sem hefur að hluta til sérhæft sig í teiknun korta af þessari gerð sem þykja með ólíkindum nákvæm í einfaldleika sínum.