
Snæfell tapaði gegn Selfossi
Snæfell og Selfoss mættust í tólftu umferð 1. deildar körfuknattleiks karla í Stykkishólmi í gærkvöldi. Leikurinn var nokkuð jafn en sveiflukenndur og liðin skiptust á að leiða hann. Að loknum fyrsta leikhluta leiddu gestirnir með tveimur stigum 20-22. Í hálfleik leiddu hins vegar heimamenn 43-41. Í þriðja leikhluta náðu gestirnir að snúa leiknum sér í hag og voru yfir í lok hans 62-74. Heimamenn náðu aðeins að rétta hlut sinn í lokahluta leiksins en töpuðu leiknum engu að síður 83-91.