Í greininni er meðal annars stuðst við reynslu bænda á Erpsstöðum. Þangað leitar fjöldi ferðamanna; erlendir ferðahópar, fjölskyldufólk sem og erlendir ferðamenn. Myndin er tekin síðasta sumar þegar hópur áhugasamra Vestur-Íslendinga var þar á ferð á vegum Snorra verkefnisins. Fékk hópurinn leiðsögn Þorgríms sem lauk með því að gestirnir smökkuðu á skyri. Ljósm. mm

Skapandi greinar efla samfélagslega seiglu á landsbyggðinni

Ný fræðigrein eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur við Háskólann á Bifröst, í samstarfi við Nancy Duxbury og Silvia Silva, hefur verið birt í alþjóðlega tímaritinu Frontiers in Communication. Greinin varpar ljósi á mikilvægt hlutverk menningar- og skapandi aðila á landsbyggðinni og hvernig starf þeirra getur eflt samfélagslega, menningarlega og efnahagslega seiglu staða og svæða.