Norðurál á Grundartanga. Ljósm. mm

Norðurál og Rio Tinto í Straumsvík hugsanlega í eina sæng

Svo gæti farið að álver Norðuráls á Grundartanga og álver Rio Tinto í Straumsvík verði í náinni framtíð í eigu sama fyrirtækis. Tilkynnt hefur verið um sameiningarviðræður námu- og hrávöruframleiðandans Glencore og námufyrirtækisins Rio Tinto Group og sameina þannig hluta eða alla starfsemi félaganna tveggja. Þannig yrði til stærsta námafyrirtæki heims. Frá þessu segir í frétt Viðskiptablaðins.