Lilja Rafney verður formaður atvinnuveganefndar

Miklar hrókeringar hafa verið kynntar í ríkisstjórn og þingflokki Flokks fólksins. Guðmundur Ingi Kristinsson tilkynnti í gærkvöldi afsögn sína úr embætti mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Í kjölfarið var svo tilkynnt að Inga Sæland taki sæti hans í ríkisstjórn. Sæti hennar sem félags- og húsnæðismálaráðherra fyllir Ragnar Ingólfsson, sem verið hefur formaður fjárlaganefndar og formaður þingflokksins.