Heiður Haraldsdóttir iðjuþjálfi og teymisstjóri í verkefninu Gott að eldast á Vesturlandi. Ljósm. ssv.is

Heiður Haraldsdóttir ráðin í nýtt starf iðjuþjálfa hjá SSV

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) hafa ráðið í nýtt 100% starf teymisstjóra í þróunarverkefninu „Gott að eldast,“ með áherslu á samþætta félags- og heimaþjónustu fyrir eldra fólk á Vesturlandi. Frá starfinu var greint í frétt í Skessuhorni fyrr í vetur. Í þessu nýja starfi mun Heiður leiða þverfagleg heimaendurhæfingarteymi sem starfar í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands og sveitarfélög á Vesturlandi, með það að markmiði að þróa og styðja þjónustu sem stuðlar að auknu sjálfstæði eldra fólks og bættum lífsgæðum í heimahúsum. Verkefnið er hluti af þróunarverkefninu Gott að eldast, sem hefur það hlutverk að finna nýjar lausnir til að flétta saman félags- og heilbrigðisþjónustu þannig að hún mæti betur þörfum fólks sem er að eldast.