
Verslun Lindex var opnuð við Dalbraut 1 á Akranesi haustið 2017. Frá fyrsta degi var mikið að gera og til marks um viðtökurnar heimsóttu 2500 gestir verslunina fyrstu helgina sem hún var opin. Myndin er af eigendum LDX19; þeim Albert Þór Magnússyni og Lóu Dagbjörtu Kristinsdóttur þegar búðin var opnuð. Ljósm. mm
Lindex lokar öllu verslunum sínum
Fyrirtækið LDX19, sem rekið hefur Lindex verslanir á Íslandi, hefur ákveðið að loka öllum verslunum sínum á Íslandi eigi síðar en 28. febrúar næstkomandi. Fram kemur í tilkynningu félagsins að tilkynnt verði nánar hvenær hverri og einni verslun verður endanlega lokað. Fram kemur að þetta sé niðurstaða viðræðna um áframhaldandi sérleyfi fyrirtækisins til sölu á framleiðslu Lindex í Svíþjóð. Samningar um áframhaldandi sérleyfi hafi ekki náðst og þetta verið niðurstaðan.