
Búrið flutt í land. Texti og myndir: AF
Fá stærri fisk á línuveiðum með stokkum
Línubáturinn Kristinn SH er eini báturinn sem rær frá Snæfellsbæ með svokallaða stokka. Þá er línan stokkuð upp í landi, en lögð úr stokkum úti á sjó. Í hverjum stokk eru 400 krókar. Kristinn SH rær með 60 stokka í róðri. Þegar beitt var á hefðbundinn máta voru níu menn að vinna við beitningu, en meðal maður var að beita um átta bala á dag. Með því að stokka upp eru þrír menn að stokka upp og hver þeirra stokkar upp 20 stokka á dag að jafnaði sem samsvarar 20 beittum bölum.