
Framan við nýju skólabygginguna sem Sjammi ehf. á Akranesi byggði. Ljósmyndir: Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir
Tóku nýbyggingu við skólann í notkun í dag – myndir
Framkvæmdir við nýbyggingu Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum eru nú á lokametrunum. Í dag var hluti nýbyggingarinnar tekin í notkun þegar nemendur miðstigs skólans fluttu inn í nýja skólastofu. Síðastliðið haust fóru nemendur yngsta stigs í bygginguna og voru því frumbyggjar í henni. Að sögn Helgu Jensínu Svavarsdóttur skólastjóra er nú beðið eftir búnaði í eldhús og húsgögnum m.a. í bókasafn og í almenning. Gert er ráð fyrir að allt húsið verði komið í notkun í næsta mánuði.