Borgarnes. Ljósm. mm.

Sjálfstæðismenn í Borgarfirði stilla upp og Sigurður undir feldi

Sjálfstæðismenn í Borgarfirði hafa ákveðið að bjóða fram undir merkjum Sjálfstæðisflokksins við sveitarstjórnarkosningarnar í sameinuðu sveitarfélagi Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í vor. Jafnframt hefur verið ákveðið að beita uppstillingu við röðun á lista flokksins. Þetta staðfestir Sigurður Guðmundsson oddviti flokksins í sveitarstjórn Borgarbyggðar í samtali við Skessuhorn. Hann segir að sjálfstæðisfélögin í Borgarfirði séu nú að skipa uppstillingarnefnd sem taki til starfa fljótlega.