
Svipmynd úr Fljótstungurétt í Hvítársíðu. Ljósm. mm
Ný reglugerð um riðuveiki í sauðfé
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um riðuveiki í fé. Markmið hennar er að útrýma riðuveiki í sauðfé á Íslandi og ná þeim markmiðum sem sett eru fram í landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu. Þau markmið felast í að litlar líkur séu á að upp komi riðuveiki á landinu frá og með árinu 2028; að Ísland hljóti viðurkenningu ESB árið 2032 um að hverfandi líkur séu á að riðuveiki komi upp hér á landi og að innan 20 ára hafi sauðfjárriðu verið útrýmt á Íslandi.