
Mannamót markaðsstofanna haldið í næstu viku
Mannamót markaðsstofa landshlutanna verður haldið í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 15. janúar frá klukkan 12:00 til 17:00. Mannamót eru fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu þar sem hátt í þúsund gestir hafa mætt og sýnendur verið um 250 talsins. Tilgangur Mannamóts er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustufólki sem staðsett er á höfuðborgarsvæðinu með áherslu á vetrarferðaþjónustu. „Markaðsstofur landshlutanna hvetja öll fyrirtæki í ferðaþjónustu til að taka þátt í Mannamóti og nýta tækifærið til kynningar og sölu á sínu fyrirtæki. Þetta er einstakt tækifæri til að efla tengsl við núverandi viðskiptavini, kynna sér vöruþróun, mynda ný tengsl og ekki síður til að kynnast betur samstarfsaðilum um allt land,“ segir í tilkynningu.