Frá vinstri: Steinn Mar Helgason sem afhenti Helga Dan bikarinn, Guðmundur Andri Björnsson sem varð í þriðja sæti í kjörinu, Guðni Geir Jóhannesson sem tók við bikarnum fyrir hönd Einars Margeirs bróður síns, Styrmir Jónasson sem varð í öðru sæti í kjörinu og Gyða Björk Bergþórsdóttir formaður ÍA. Ljósm. mm

Einar Margeir er Íþróttamanneskja Akraness 2025

Í kvöld voru tilkynnt úrslit í kjöri á Íþróttamanneskju Akraness árið 2025 og var viðburðurinn haldinn í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll og sýndur auk þess beint á ÍATV. Það var sundmaðurinn Einar Margeir Ágústsson sem hlaut flest stig. Þetta er þriðja árið í röð sem hann hlýtur þessi verðlaun. Hlaut hann að launum Helga Dan bikarinn sem afkomendur Helga Daníelssonar gáfu. Bróðir Einars Margeirs; Guðni Geir Jóhannesson tók við verðlaunagripnum fyrir hans hönd en Einar Margeir er staddur erlendis í námi. Í öðru sæti í kjörinu varð körfuknattleiksmaðurinn Styrmir Jónasson og í þriðja sæti fimleikamaðurinn Guðmundur Andri Björnsson.

Sjálfboðaliðar ársins. F.v. Tómas S Kjartansson varaformaður ÍA, Örn Arnarson, Þórdís Bjarney Guðmundsdóttir Sjálfboðaliði ársins, Trausti Gylfason og Gyða Björk Bergþórsdóttir formaður ÍA

Dísa er Sjálfboðaliði ársins

Í ár voru þrír sjálfboðaliðar tilnefndir fyrir sjálfboðastarf sitt fyrir íþróttahreyfinguna. Það voru þau Trausti Gylfason, Örn Arnarson og Þórdís Bjarney Guðmundsdóttir. Þórdís hlaut nafnbótina Sjálfboðaliði ársins 2025.

Eftirfarandi hlutu tilnefningar félaga sinna í kjöri Íþróttamanneskju Akraness 2025:

Aníta Hauksdóttir – Vélhjólaíþróttafélag Akranes

Emma Rakel Björnsdóttir – Íþróttafélagið Þjótur

Einar Margeir Ágústsson – Sundfélag Akraness

Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson – Knattspyrnufélagið Kári

Elizabeth Bueckers – Knattspyrnufélag ÍA

Fjalar Þórir Óttarsson – Badmintonfélag Akraness

Guðmundur Andri Björnsson – Fimleikafélag ÍA

Guðjón Gauti Vignisson – Lyftingadeild ÍA

Guðlaugur Þór Þórðarson – Golfklúburinn Leynir

Gunnar Hafsteinn Ólafsson – Pílufélag Akraness

Helgi Jón Sigurðsson – Kraftlyfingafélag Akraness

Jacob Daníel Margrétarson – Karatefélag Akraness

Jakob Svavar Sigurðsson – Hestamannafélgið Dreyri

Jón Gísli Eyland Gíslason – Knattspyrnufélag ÍA

Matthías Leó Sigurðsson – Keilufélag Akraness

Styrmir Jónasson – Körfuknattleiksfélag Akraness.