Vesturlandsmeistarar 2026 hampa hér bikarnum. F.v. Hallgrímur Rögnvaldsson, Guðmundur Ólafsson, Tryggvi Bjarnason og Karl Alfreðsson. Ljósm. mm

Sveit Guðmundar Vesturlandsmeistari í bridds

Vesturlandsmótið í sveitakeppni í bridds var spilað í frístundamiðstöðinni við Garðavöll í gær. Það var sem fyrr Bridgesamband Vesturlands sem stóð að mótinu. Þátttaka var góð, 20 sveitir, en gestasveitir komu af höfuðborgarsvæðinu og af Ströndum. Mótið er því tvískipt. Í fyrsta sæti varð gestasveit Málningar með 93,18 stig af 120 mögulegum. Sveitina skipuðu þeir Rúnar Einarsson, Guðjón Sigurjónsson, Gunnlaugur Sævarsson og Vignir Hauksson. Í öðru sæti á mótinu og þar með Vesturlandsmeistarar 2026 með 78,72 stig var sveit Guðmundar Ólafssonar. Liðsfélagar Guðmundar voru Hallgrímur Rögnvaldsson, Karl Alfreðsson og Tryggvi Bjarnason. Sveitin hefur verið afar sigursæl á þessu móti, hampað Vesturlandsbikarnum undanfarin fimmtán ár eða svo. Loks í þriðja sæti varð sveit Kjöríss með 73,48 stig. Hana skipuðu Björn Þorláksson, Helgi Bogason, Stefán Stefánsson og Sveinn Stefánsson. Aðrar Vesturlandssveitir náðu ekki miðlungi á mótinu, en í öðru sæti varð B.Björnsson með 58,19 stig. Sveitina skipuðu Ingimundur Jónsson, Anna Heiða Baldursdóttir, Jón Eyjólfsson og Baldur Björnsson.