Frá Akranesi. Ljósm. mm
default

Vilja að Akraneskaupstaður hætti við samstarf um skammtímadvöl fatlaðra barna

Meirihluti velferðar- og mannréttindaráðs Akraneskaupstaðar hefur hafnað að skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga á Vesturlandi um rekstur skammtímadvalar fyrir fötluð börn sem hefur verið í undirbúningi undanfarna mánuði. Áður hafði ráðið lýst jákvæðni gagnvart samstarfi um málið. Formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og bæjarfulltrúi á Akranesi trúir því að bæjarstjórn snúi ákvörðun ráðsins við.