Óku um Borgarnes og söfnuðu upp flugeldaleifum

Nokkrir félagar í Björgunarsveitinni Brák og Unglingadeildinni Glanna í Borgarnesi fóru í árlega hreinsunarferð um Borgarnes á nýársdag til að hreinsa upp leifarnar af skottertum og flugeldum kvöldsins áður. Þetta er í fimmta eða sjötta skiptið sem þetta er gert eftir hádegið á nýársdag. Að þessu sinni gekk hreinsunarstarfið vel enda veðrið með björgunarsveitarfólki í liði, afraksturinn var um 8-10 rúmmetrar af flugeldarusli.