Þessi mynd var tekin í hlýindakaflanum 18. maí í Borgarfirði. Þá fór hitinn langleiðina í 30 stig. Gróður var þá kominn óvanalega langt á leið en daginn eftir hófst fyrsti sláttur hjá bændum á Norður-Reykjum. Ljósm. mm

Nýliðið ár það hlýjasta frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020, og hefur aldrei verið hærri. Áður var árið 2014 hlýjasta árið á landsvísu. Það var Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna, sem tók þessar upplýsingar saman.