Melahverfi í Hvalfjarðarsveit. Ljósm. mm

Íbúum í Hvalfjarðarsveit fjölgað mest á fjórum árum

Íbúum í Hvalfjarðarsveit hefur fjölgað hlutfallslega mest af sveitarfélögum á Vesturlandi á undanförnum fjórum árum eða frá 1. desember 2021 til 1. desember 2025. Fjölgunin á þessu tímabili í Hvalfjarðarsveit var 23,29%, eða úr 687 íbúum árið 2021 í 847 íbúa árið 2025. Næst mest var fjölgunin í Skorradalshreppi 21,67%, Í Eyja- og Miklaholtshreppi var fjölgunin 20,39%, í Borgarbyggð fjölgaði íbúum um 10,97%, á Akranesi fjölgaði um 9,5%, í Grundarfirði um 6,32%, Í Snæfellsbæ fjölgaði um 4,85%, í Stykkishólmi var fjölgunin 3,79% og í Dalabyggð var fjölgunin á sama tíma 1,21%. Á Vesturlandi öllu var fjölgunin 9,13%.