
Svipmynd frá Ólafsvíkurhöfn. Ljósm. mm
Fiskur vegur mest í Snæfellsbæ en iðnaður sunnan Skarðsheiðar
Í nýjum Hagvísi, sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi gefa út, er vægi sex atvinnugreina í útsvarstekjum sveitarfélaga tekið til skoðunar. Með þeim hætti má sjá hvort hagsmunir einstakra sveitarfélaga séu miklir eða litlir gagnvart tilteknum atvinnugreinum og þá hvort þau séu mjög háð þeim. Til skoðunar voru sex atvinnugreinar sem segja má að séu landdreifðar atvinnugreinar, þ.e. sjávarútvegur, ferðaþjónusta, iðnaður, landbúnaður, hið opinbera og fiskeldi.