Greiðslukerfi strætóleiðanna hætta að tala saman um áramót

Eftir áramótin verður ekki hægt að nýta fargjöld milli greiðslukerfis Strætós á höfuðborgarsvæðinu og greiðslukerfis Vegagerðarinnar, sem rekur landsbyggðarstrætó. Þetta þýðir að fargjald sem greitt er í öðru kerfinu nýtist ekki upp í greiðslu í hinu eins og verið hefur fram að þessu. Þetta kemur fram í frétt Vegagerðarinnar.