
Hér er slökkvilið Borgarbyggðar að kvöldi nýjársdags að slökkva eld í ruslagámi við björgunarmiðstöðina á Fitjum. Ljósm. mm
Glóð getur lengi leynst í flugeldarusli
Ástæða er til að benda fólki á að glóð getur lengi leynst í flugeldarusli eftir að þeir hafa verið sprengdir. Til marks um það er rétt að benda á að á fyrsta sólarhring þessa árs kom upp eldur í að minnsta kosti þremur ruslagámum á Vesturlandi; í Borgarnesi, Ólafsvík og Grundarfirði. Í einhverjum tilfellum þótt sýnt að eldur hafi komið upp þar sem glóð hafði leynst í flugeldarusli sem fólk hafði sett í ílátin. Talsvert tjón varð á öllum gámunum. Gott ráð er að bíða með að henda flugeldaafgöngum í ruslaílát, eða bleyta vel í þeim áður.