
Flugeldasala björgunarsveitanna er að hefjast
Ein mikilvægasta fjáröflun björgunarsveita landsins hverju sinni er sala flugelda fyrir áramót. Fram kemur í tilkynningu að sölustaðir Landsbjargar verða opnir 28. desember til og með 6. janúar. Opnunartímar geta verið mismunandi hjá björgunarsveitum, en hægt að kynna sér nánar á upplýsingasíðum viðkomandi björgunarsveita.
Hér á Vesturlandi verður opið á níu sölustöðum hjá eftirfarandi sveitum:
Akranes - Björgunarfélag Akraness Kalmansvellir 2
Borgarnes - Björgunarsveitinar Brák og Heiðar Fitjum 2
Hvanneyri - Björgunarsveitin Ok
Reykholt - Björgunarsveitin Ok; Hæll í Flókadal
Eyja- og Miklaholtshreppur - Björgunarsveitin Elliði í Dalsmynni
Snæfellsbær - Björgunarsveitin Lífsbjörg Hafnargötu 1 Rifi
Grundarfjörður - Björgunarsveitin Klakkur Sólvöllum 17a
Stykkishólmur - Björgunarsveitin Berserkir Nesvegi 1a
Búðardalur - Björgunarsveitin Ósk Vesturbraut 12