Vatnsveður með hvassviðri er jólaveðrið í ár – southerly winds with strong gusts

Í dag, aðfangadag jóla, má búast við hvassri sunnanátt með snörpum hviðum á Norðurlandi, þá einkum á Tröllaskaga, í Fljótum og á Öxnadalsheiði. Vindur getur náð allt að 20-28 m/s og hviður 35-45 m/s þangað til í fyrramálið, jóladagsmorgun. Einnig gætu vindhviður náð 30-35 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi. Gular viðvaranir vegna veðurs eru í gildi um vestanvert landið, en appelsínugular á Vestfjörðum, á Norðurlandi og miðhálendinu. Fólk sem hyggst verða á faraldsfæti er eindregið hvatt til að fylgjast með veðurspám og lýsingum.

Á spásvæðinu við Breiðafjörð er spáð talsverðri eða mikilli rigningu. Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og einnig að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Today, Wednesday, southerly winds with strong gusts are expected in northern Iceland, especially in areas around Tröllaskagi and the mountain pass Öxnadalsheiði. Wind can reach 20-28 m/s with gusts up to 35-45 m/s until tomorrow morning (Thursday morning). Likewise strong wind gusts of 30-35 m/s are expected on northern Snæfellsnes.