
Tengivagn fór á hliðina
Bálhvasst var í Borgarfirði í gærkvöldi. Á tíunda tímanum fengu björgunarsveitir beiðni frá lögreglu um að aðstoða við að losa flutningabíl frá tengivagni sem hafnað hafði á hliðinni utan vegar skammt frá afleggjaranum að Bröttubrekku í Norðurárdal. Sjálfur flutningabíllinn valt þó ekki en þveraði veginn. Engan sakaði.