
Flestir brottfluttir til höfuðborgarsvæðisins
Í nóvembermánuði fluttu 160 íbúar á Vesturlandi lögheimili sitt. Af þeim fluttu flestir á milli lögheimila innan landshlutans, eða 100. Til höfuðborgarinnar fluttu 45, á Suðurnes fluttu fjórir, til Vestfjarða flutti einn, til Norðurlands vestra flutti einn, til Norðurlands eystra fluttu tveir og á Suðurland fluttu sjö. Enginn flutti til Austurlands. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár Íslands. Til Vesturlands fluttu 63 að frádregnum þeim er fluttu milli svæða innan landshlutans. Flestir komu þeir af höfuðborgarsvæðinu eða 48, frá Suðurnesjum komu fimm, frá Vestfjörðum fluttu þrír, frá Norðurlandi vestra flutti einn, frá Norðurlandi eystra fluttu fjórir og frá Suðurlandi fluttu tveir. Enginn flutti hins vegar frá Austurlandi til Vesturlands.