
Sameining opinberra öryggisfyrirtækja
Ákveðið hefur verið að sameina Farice ehf., Öryggisfjarskipti ehf. og tæknihluta Neyðarlínunnar ohf. Félögin þrjú, sem öll eru í eigu ríkisins, sinna hvert um sig lykilhlutverkum í rekstri alþjóðlegra og innlendra fjarskipta, neyðarsamskipta, öryggiskerfa og þjónustu við almenning, viðbragðsaðila og viðskiptavini. „Með því að sameina rekstur, sérhæfða tækniþekkingu og stoðkerfi verður til sterkari og skilvirkari heild, dregið er úr tvíverknaði og viðnámsþróttur aukinn gagnvart netógnum, náttúruvá og almennum rekstraráhættuþáttum,“ segir í tilkynningu.