Á Breið á Akranesi. Ljósm. Jónas H Ottósson

Fólkið sem oft þarf að taka vaktir um hátíðir

Þótt langflest launafólk fái frí um jól og áramót þá er fjöldi vaktavinnustétta sem þekkir ekkert annað en að þurfa að taka vaktir um stórhátíðir, til dæmis jól og áramót. Tíðindamaður Skessuhorns leitaði til nokkurra einstaklinga á Akranesi sem unnið hafa vaktavinnu á sínum vinnustöðum á þessum stórhátíðardögum. Voru þeir beðnir að segja frá því hvernig þeir ná að gera hátíðlegt á vinnustaðnum en undirbúa jafnframt jólin heima fyrir. Við ræddum við slökkviliðsmann, vaktstjóra hjá Norðuráli og starfsfólk á Höfða og sjúkrahúsinu.