
Dagbjört Líf að gera það gott í ameríska háskólaboltanum
Knattspyrnukonan Dagbjört Líf Guðmundsdóttir frá Akranesi er að gera það gott í ameríska fótboltanum. Hún er fædd 2004 og spilaði í sumar með ÍA. Dagbjört Líf hefur náð einstökum árangri á sínu þriðja ári ytra. Hún stundar nám í sálfræði við University of Science and Arts of Oklahoma ásamt því að vera fyrirliði fótboltaliðs skólans.
Nú í desember var hún valin besti leikmaður og í „1st team“ í keppni haustsins ásamt einum mesta heiðri sem hægt er að fá og það er að vera valin; „All-American,“ en það er ein mesta viðurkenning sem leikmaður í NAIA-háskólaboltanum getur fengið. NAIA (National Association of Intercollegiate Athletics) er ein af tveimur megin-háskólaíþróttasamtökum í Bandaríkjunum, en hin eru NCAA. NAIA er oft þekkt fyrir hátt íþróttastig í minni skólum landsins þar sem lög er áhersla á góðan námsárangur sem og íþróttir. Í deildinni spila að jafnaði alþjóðlegir leikmenn. Viðurkenningin „All-American“ merkir að Dagbjört Líf er talin með þeim bestu í allri bandarísku deildinni. Valið byggir yfirleitt á blöndu af frammistöðu á vellinum (mörk, stoðsendingar, varnarleikur o.s.fv.), áhrifum viðkomandi á lið sitt, stöðugleika yfir tímabilið og mati þjálfara og nefnda á landsvísu. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er Dagbjört Líf nú komin á radarinn hjá atvinnuliðum innan sem utan USA en auk þess hjá sterkari háskólum ef hún kýs svo.
