Málverk Oddnýjar eru þau verk sem henni þykir hvað vænst um og með þeim fær hún útrás fyrir sköpunarkraftinn. Hún selur verk sín í búðinni og hafa þau fengið góðar viðtökur. Texti og myndir: Sunna Valgerðardóttir

Brýtur hefðirnar eftir fjórar kynslóðir kaupmanna

Kaupkonunni Oddnýju Þórunni Bragadóttur er margt til lista lagt. Verslunarrekstur er henni í blóð borinn, en hún lætur það ekki duga eitt og sér. Hún þarf meira og með dyggri aðstoð huldukonu og íslenskrar náttúru hefur hún látið það verða að veruleika.