
Anna Soffía Lárusdóttir var atkvæðamest í liði Snæfells. Ljósm. Bæring Nói Dagsson
Öruggur sigur Þórs í Stykkishólmi
Snæfell tók á móti Þór Akureyri í gær í leik í fyrstu deild kvenna í körfunni. Fyrirfram var búist við erfiðum leik en Þór er langefst í deildinni með 18 stig, en Snæfell í sjötta sæti með 8 stig. Það var því í takti við stöðuna í deildinni að Þór sigraði næsta örugglega, með 97 stigum gegn 64 og halda norðankonur nú glaðar í jólafrí.