Hluti af sjálfboðaliðum sem hafa staðið í ströngu við að koma þessu á koppinn. F.v. Runólfur Jóhann Kristjánsson, Tryggvi Hafsteinsson, Fannar Björnsson og Guðni Leifur Friðriksson. Ljósm. tfk

UMFG setur upp píluaðstöðu

Ungmennafélag Grundarfjarðar vinnur nú hörðum höndum við að setja upp glæsilega píluaðstöðu í kjallaranum að Grundargötu 30. Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, formaður UMFG, fékk hugmyndina og Tryggvi Hafsteinsson stjórnarmaður hefur keyrt þetta verkefni áfram og fengið liðsinni margra sjálfboðaliða og áhugamanna um píluíþróttina.