Búseta hefur áhrif á félagslíf ungmenna

Búseta hefur raunveruleg áhrif á félagslíf ungmenna en þau virðast samt sem áður finna leiðir til að viðhalda virku félagslífi þrátt fyrir hindranir. Þetta er meðal niðurstaðna í rannsóknarverkefni sem tveir nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, þau Eyrún Lilja Einarsdóttir og Magni Blær Hafþórsson, unnu að í námi sínu í skólanum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort fjarlægðir, samgöngur og framboð á viðburðum hefðu áhrif á það hversu virk ungmenni eru í félagsstarfi. Sagt er frá rannsókninni á heimasíðu skólans.